F

LED

LED stendur fyrir Light Emitting Diode á íslensku ýmist kallað díóðuljós eða ljóstvistar.
LED er svo kallað hálfleiðarljós sem umbreytir raforkunni við ca. 3,5V spennu í ljós. Þetta á sér stað við elektróníska hleðslufærslu á milli tveggja rafskauta.
DC straumur keyrir LED og leiðir strauminn aðeins á eina vegu, frá plús til mínus.
LED ljós eru lítil og nota litla orku. Þau eru ekki næm fyrir hitabreytingum, höggum eða titringi og gera okkur kleift að lýsa upp svæði sem áður var erfitt að ná til.
LED gefur frá sér minni hita og getur verið staðsett langt frá spenni eða allt að 20 metrum. LED gefur ekki frá sér útfjólubláa geisla og er því mun umhverfisvænni kostur en venjulegar ljósaperur. Það eru ekki mörg ár síðan byrjað var að nota ljósdíóður í almenna lýsingu en sú tækni er stöðugt að þróast og er svo komið að LED lýsing er ein sú sparneytnasta sem finnst á markaði í dag.

Power LED eða kraft díóður er nýjasta kynslóðin í 1W og 3W ljóssterkum díóðum sem nota faststraum tækni til að ná fram sem mestu ljósmagni og líftíma.

Spennar (straumbreytar)
Díóðuljós eru almennt fyrir 12 eða 24V straumbreyta en kraftdíóður notast við elektróníska jafnstraumsspenna sem gefa stöðugan 350mA straum fyrir 1W og 700mA fyrir 3W díóður. Einnig eru fáanlegir dimmanlegir spennar.

Kostir:

Rafmagnssparnaður
LED ljós nota töluvert minna rafmagn en venjulegar ljósaperur sem gerir það að verkum að rafmagnsreikningurinn lækkar verulega. Til viðmiðunar þá taka LED perur um 20% af því rafmagni sem glóðarperur og halogenperur taka miðað við sömu lýsingu. Einnig þarf mun minni orku til framleiðslu á LED perum en öðrum ljósaperum sem er jákvætt fyrir umhverfið.

Líftími
LED perur hafa langan líftíma en algengast er 20.000- 50.000 klst. sem jafngildir 3-6 árum í notkun, dag og nótt. Til viðmiðunar er algengur líftími á glóðaperum og halógenperum um 2-3.000 klst

Hagkvæmni
Þrátt fyrir hærri start kostnað þá leiðir notkun LED pera til talsverðrar lækkunar á lýsingarkostnaði í heild. LED lýsing lækkar rafmagnskostnað og langur líftími leiðir til lægri viðhalds kostnaðar.